Tuesday, August 28, 2007

Óléttu-brjóstagjafagleymska!

Jisús.. þetta er ekkert grín með óléttu-brjóstagjafaþokuna... maður gleymir öllu - ÖLLU!!

Ég og Íris og Elma vorum búnar að ákveða að hittast í gær hjá Elmu klukkan 5- nema hvað að við gleymdum því allar... nema hvað að upphaflega gleymdum við Elma að láta Írisi vita af hittingnum.. er þetta normalt?

Við þurfum því að gera aðra tilraun og þá helst að muna að láta alla vita af umræddum hitting.. magnað alveg.

Mummus er loksins kominn heim - JEY.. ógó gaman að fá hann.. það er glatað þegar hann fer í burtu frá mér. Mér finnst það ekki skemmtilegt og ekki litla Bumburassinnum mínum heldur.

Talandi um Bumburassinn þá vaknaði ég við spörkin í honum í morgun.. útum allan maga.. bæði vinstra og hægra megin.. og ég hélt á tímabili að barnið væri á leiðinni út - um magann!

Ég gat ekki annað en hlegið - þetta er svo ótrúlega magnað, að það skuli vera lítil manneskja að vaxa og dafna og þroskast inn í mér og sparka í mig - innan frá.

Þetta er alveg mögnuð upplifun að vera ófrísk og verður örugglega ennþá magnaðra að vera ábyrgur foreldri!

Ég vil gefa Gúrý vinkonu hrós vikunnar - en hún er einmitt uppáhaldið þessa dagana :) Haldiði að þessi elska hafi ekki sent mér tilkynningu LIVE frá H&M í Köben í gær að láta mig vita af dóti sem ég hreinlega yrði að kaupa á grísinn... svo var ég með hana á línunni á meðan hún verslaði fyrir mig fyrir bæði litla Grísinn og unglinginn (A.K.A. Sigurvin Freyr). Ef þetta er ekki þjónusta þá veit ég ekki hvað!!

Það var reyndar frekar fyndið þegar ég sagði mömmu að hún hefði verið að kaupa hauskúpu þetta og hauskúpu hitt bæði á litla og stóra, þá fékk hún vægt áfall... hún skilur ekki alveg Fashion, þessi kona!!

Jæja, bless í bili

11 comments:

Anna Linda said...

Til hamingju med nyja bloggid og öll töffu fötin úr H&M

Svo spennandi med litla Grís :)

Frú Inga Birna said...

Takk hon.
Það er nú ekki hægt að hafa grísinn berrassaðan :)

Ertu komin aftur til Köben darling?

Nú er ég búin að breyta þannig að allir geta kommentað.


Kiss kiss.
IBB

Anonymous said...

bíddu... byrjar ekki brjóstagjafaþokan þegar brjóstagjöfin byrjar? er ekki of snemmt að byrja að fela sig á bakvið hana! hahahaha!

Anonymous said...

helló - þess vegna skrifaði ég ÓLÉTTU OG brjóstagjafaþoka...

ég er nú ólétt - svo hún coverar mig þessa dagana.. hehehe

ég rétt slepp

IBB

Anonymous said...

Já vinan það er satt snapp snapp fyrir mér.... ;)

Lovjúúúúú...

Anonymous said...

ahh yeah.. þú ert alveg með´etta elskan :)

Lovejútú mús.. hlakka ógó til að fá stöffið á grísina - þeir verða nú smart bræðurnir - þarf nú ekki að hafa áhyggjur af því, þar sem þeir eru með persónulegan stílista í Köben sem sér um þetta :)

Kiss kiss sæta mín,

IBB

Anonymous said...

hæ, bumbulina ..til hamingju með nyju síðuna..ég hef alltaf fílaðblogspottið vel. annars allt ágætt hér nema ógeðsleg flensa á öllum hér. knús mús

Anna Linda said...

Hvernig gengur elskan mín?

Ég er ad reyna ad koma mér í gír, á ad skila 2 nóv, hvenær lendir litli grís?

Ást frá Køben

Eva Einarsdottir said...

úff, bíddu bara sæta mín, ég veit ekki hversu margar ferðir ég fór inn í eldhús eða svefnherbergi, mundi aldrei hvað ég væri að ná í, það var rosalegt! Maður verður að vera með minnismiða fyrir allt, híhíhí
Vona að þú hafir það gott og litlinn líka:)
knús

Anonymous said...

jæja, hvað segja óléttar mæður þá:)
Vona að þú hafir það gott svona á endasprettinum.
knús og kossar
Eva

Anonymous said...

Jú komdu sæl og blessuð... Varð nú eiginlega að skilja eftir kveðju hérna til þín!!! Sá þig á síðunni hennar Evu, hún er frænka vinkonu minnar... Sé að það er allt að gerast hjá þér, voða gaman, var einmitt að eignast litla skvísu 4.nóvember já og þetta er svona líka sláandi skemmtilegt...... Hún er mesta krútt í heiminum sko!!! hehehe... en ekki hvað??? Bara gangi þér vel kona góð og bara líf og fjör....

Kv.Sigga Dísa og prinsessan af Akranesi ;-)