Tuesday, August 28, 2007

Óléttu-brjóstagjafagleymska!

Jisús.. þetta er ekkert grín með óléttu-brjóstagjafaþokuna... maður gleymir öllu - ÖLLU!!

Ég og Íris og Elma vorum búnar að ákveða að hittast í gær hjá Elmu klukkan 5- nema hvað að við gleymdum því allar... nema hvað að upphaflega gleymdum við Elma að láta Írisi vita af hittingnum.. er þetta normalt?

Við þurfum því að gera aðra tilraun og þá helst að muna að láta alla vita af umræddum hitting.. magnað alveg.

Mummus er loksins kominn heim - JEY.. ógó gaman að fá hann.. það er glatað þegar hann fer í burtu frá mér. Mér finnst það ekki skemmtilegt og ekki litla Bumburassinnum mínum heldur.

Talandi um Bumburassinn þá vaknaði ég við spörkin í honum í morgun.. útum allan maga.. bæði vinstra og hægra megin.. og ég hélt á tímabili að barnið væri á leiðinni út - um magann!

Ég gat ekki annað en hlegið - þetta er svo ótrúlega magnað, að það skuli vera lítil manneskja að vaxa og dafna og þroskast inn í mér og sparka í mig - innan frá.

Þetta er alveg mögnuð upplifun að vera ófrísk og verður örugglega ennþá magnaðra að vera ábyrgur foreldri!

Ég vil gefa Gúrý vinkonu hrós vikunnar - en hún er einmitt uppáhaldið þessa dagana :) Haldiði að þessi elska hafi ekki sent mér tilkynningu LIVE frá H&M í Köben í gær að láta mig vita af dóti sem ég hreinlega yrði að kaupa á grísinn... svo var ég með hana á línunni á meðan hún verslaði fyrir mig fyrir bæði litla Grísinn og unglinginn (A.K.A. Sigurvin Freyr). Ef þetta er ekki þjónusta þá veit ég ekki hvað!!

Það var reyndar frekar fyndið þegar ég sagði mömmu að hún hefði verið að kaupa hauskúpu þetta og hauskúpu hitt bæði á litla og stóra, þá fékk hún vægt áfall... hún skilur ekki alveg Fashion, þessi kona!!

Jæja, bless í bili

Sunday, August 26, 2007

Nýtt blogg

Jæja, ég er búin að röfla svo mikið yfir draslinu á blog.central.is að það var alveg kominn tími á að græja nýtt blogg.

Það er semsagt komið hér :) Ég er búin að eyða deginum í að copy/peista linkum hingað yfir og fínpússa þetta..vonandi gengur þetta betur en hitt draslið. Þið snillingar þarna úti sem eruð með svona blogg - endilega látið mig vita af einhverju sniðugu sem ég get notað...

Allt gott að frétta af mér og Bumburassinum.. Mummi er í veiði með strákunum og skildi okkur eftir ein. Hann hafði nú vit á því þessi elska að panta fyrir mig svaðalegasta dekrið í Laugum í gær og eyddi ég því deginum þar í góðu yfirlæti. Hann fer svo aftur í veiði í september svo ég pantaði mér að sjálfsögðu tíma í einhver notalegheit þá líka.. hehehe

Svo fór ég og dró sjónvarpið úr sjónvarpsherberginu og yfir í svefnó og ligg núna í Mummabóli með fullt af nammi og Friends og er alsæl yfir því að vera loksins búin að ná TV aftur inní svefnó. Þetta er reyndar lítill sigur þar sem Mummi kemur til með að færa það um leið og hann kemur aftur heim!

Litli Bumburassinn er voða góður við mömmu sína.. ég er samt orðin ógeðslega spennt yfir því að fá hann í hendurnar.. ég er ekki að meika að bíða svona lengi. Hann er ekki einu sinni fæddur en ég er samt sjúk í hann. He he he

Allir að vorkenna mér yfir því að Mummi sé í burtu!!

Hér er stutt viðtal við þátttakanda í fegurðarsamkeppni í USA... sem er by the way fokheld í hausnum.. tjékk it:

Miss USA


Kiss kiss